top of page

Persónuverndarstefna

2023-02-25 18_43_38-Humble-Dafna.pptx - Google Slides — Mozilla Firefox.png

Meðhöndlun persónuupplýsinga:

Skilmálar Humble Software um meðhöndlun persónuupplýsinga útskýra hvernig Humble Software safnar, notar, miðlar og verndar persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Humble Software gætir ítrasta öryggis í meðferð persónuupplýsinga. Markmið þessara skilmála er að tryggja að meðhöndlun Humble Software á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs sem finna má í Persónuverndarreglugerð Evrópusambandsins, GDPR, sem innleidd er í íslenskan rétt með lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um persónuvernd á heimasíðu Persónuverndar.

Tegundir persónuupplýsinga

Humble Software vinnur einkum með almennar lýðupplýsingar og upplýsingar um notkun appsins. Humble Software nýtir þessar persónuupplýsingar á grundvelli samnings við viðskiptavin, ákvæði laga eða vegna lögmætra hagsmuna Humble Software. Humble Software vinnur einnig upplýsingar til að gæta lögmætra hagsmuna sinna t.d. til að koma í veg fyrir svik og lágmarka áhættu í starfsemi sinni og þegar lög kveða á um geymslu ganga s.s. bókhaldslög og skattalög.

Hvernig persónulegar upplýsingar eru notaðar hjá Humble Software

Persónuupplýsingum sem safnað er hjá Humble Software eru nýttar til þess að geta veitt viðskiptavinum þjónustu skv. samningi/skilmálum hverju sinni.

Persónulegar upplýsingar um viðskiptavini eru notaðar í neðangreindum tilvikum:

 • Til að veita eða afhenda þá þjónustu og/eða vöru sem viðskiptavinur nýtir hjá Humble Software og veita viðskiptavini upplýsingar um stöðu á afhendingu vöru og/eða framkvæmd þjónustu. Að öðru leyti til að framfylgja skilmálum okkar.

 • Til að upplýsa viðskiptavin um breytingar á þjónustu eða viðskiptaskilmálum.

 • Til að svara fyrirspurnum viðskiptavinar.

 • Til að vinna gegn ólögmætri háttsemi og til að bæta tjón.

 • Til þess að veita opinberum aðilum upplýsingar, þó aðeins í þeim tilvikum þar sem skylda hvílir á Humble Software að verða við slíkri beiðni lögum samkvæmt.

 • Til að geta sent þér upplýsingar í tölvupósti eða í „sms“ um tilboð á vörum og afslætti á vöru, að því gefnu að þú samþykkir slíkt.

 • Til að efna samning okkar við þig um veitingu ákveðinnar þjónustu eða vöru.

 • Til að geta uppfyllt skyldur okkar samkvæmt bókhaldslögum, samkvæmt beiðnum frá opinberum yfirvöldum og stofnunum og öðrum ákvæðum laga.

 • Til að gera þér kleift að deila efni á samfélagsmiðlum af vefsvæði okkar.

 • Til að geta átt í samskiptum í tengslum við kaup í gegnum Humble Software.

 • Til að senda þér mikilvægar upplýsingar sem tengjast þjónustu okkar við þig t.d. upplýsingar um breytingar á skilmálum og annað sem tengist þjónustu okkar við þig.

 • Til að geta greint og gert áætlanir innan fyrirtækisins, við markaðsrannsóknir, til að bæta þjónustu okkar og tekið saman tölfræðilegar upplýsingar í gæða- og markaðsstarfi.

 • Til að gera þér kleift að taka þátt í leikjum, keppnum, kynningarherferðum, könnunum eða öðrum kynningum á okkar vegum. Í einhverjum tilvikum kunna að vera viðbótarupplýsingar sem þú þarft að kynna þér sérstaklega og hvetjum við þig til að gera það

 

Að því gefnu að þú veitir okkur samþykki þitt getum við notað persónuupplýsingar þínar til að kynna fyrir þér vörur og þjónustur frá okkur, eignartengdum félögum eða samstarfsaðilum. Við gætum einnig sent þér annað markaðstengt efni sem við teljum að þú gætir haft áhuga á.

Innt er eftir samþykki þínu á vefsíðu okkar og appi þegar þú sækir um aðgang. Þú getur einnig komið samþykki þínu á framfæri með því að senda okkur tölvupóst á humble@humble.is

Þessi samskipti gætu átt sér stað í gegnum tölvupóst, síma, bréfleiðis eða með SMS. Þú getur alltaf afturkallað samþykki þitt hvenær sem þér hentar til að koma í veg fyrir að við sendum þér efni í markaðstengdum tilgangi í framtíðinni. Þú gerir það með því að fara á vefsíðu okkar og afskrá þig, smella á tengil í tölvupósti sem þú hefur fengið frá okkur eða sent tölvupóst á humble@humble.is.

Í slíkri beiðni þarf að koma skýrt fram að þú viljir ekki fá sent frá okkur slíkt efni, framvegis.

Ekki er víst að afturköllunin taki tafarlaust gildi en við munum reyna að verða við slíkri beiðni eins fljótt og mögulegt er, en tryggjum að slíkt sé lokið innan 30 daga. Ef þú vilt ekki fá markaðstengt efni frá okkur, getum við samt haldið áfram að hafa samband við þig og sent þér nauðsynlegar upplýsingar í tengslum við þjónustu okkar og/eða lögum samkvæmt.

Gögn um viðskiptavini Humble Software eru geymd þar til Humble Software hefur ekki þörf fyrir þau lengur til að uppfylla markmiðið við söfnun þeirra. Nema þegar lög og reglur kveða á lengri geymslutíma.

Þín réttindi

Þú átt rétt á að fá aðgang að og vita hvaða upplýsingar Humble Software hefur safnað um þig og getur beðið um afrit af þeim gögnum. Humble Software vill þó benda á að megnið af þeim upplýsingum sem unnið er með er að finna í Appinu eða á vefsíðu okkar (undir upplýsingar um mig), þar sem þú getur nálgast þær hvenær sem þér hentar. Þú átt rétt á að fara fram á að Humble Software leiðrétti upplýsingar um þig teljir þú að þær séu ekki réttar og einnig að fá upplýsingum um þig eytt. Humble Software vill þó taka það fram að rétturinn til að fá upplýsingum eytt er takmarkaður og þannig getur Humble Software ekki eytt upplýsingum sem ber skylda til að geyma skv. lögum. Þú átt rétt á að krefjast þess að Humble Software takmarki vinnslu á upplýsingum um þig. Sá réttur á þó aðeins við í vissum tilvikum.

Þú átt rétt á að fá eintak, á tölvulesanlegu formi, af þeim upplýsingum sem þú hefur látið Humble Software hafa um þig. Ef þú óskar þess, og það er tæknilega framkvæmanlegt, getur þú óskað þess að upplýsingar séu sendar á annan aðila, t.d. annað fyrirtæki. Til að nýta þér þessi réttindi þín getur þú sent tölvupóst á humble@humble.is. Við viljum þó benda á að það getur tekið allt að 30 daga að fá svör við slíkri beiðni og allt að 3 mánuðum ef beiðnin er tæknilega flókin. Við munum þó svara þér eins fljótt og auðið er, a.m.k. til að láta þig vita að beiðnin sé móttekin og að verið sé að afgreiða hana.

​Hér getur þú sent okkur skilaboð ef þú notar ekki appið lengur og villt að við eyðum út persónulegum gögnum um þig.

Takk fyrir skilaboðin, við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Trúnaður og vernd upplýsinga

Starfsmenn Humble Software undirrita trúnaðaryfirlýsingar og eru bundnir trúnaði um allt sem þeir fá vitneskju um við störf sín. Trúnaðarskylda hvílir á starfsmönnum, þrátt fyrir að látið sé af starfi hjá Humble Software. Brot á trúnaði varða brottrekstri og mögulega afskiptum lögreglu.

 

Humble Software er ábyrgt fyrir meðferð þinna persónuupplýsinga og einsetur sér að framfylgja reglum um vernd og öryggi upplýsinga. Hafir þú spurningar um meðferð persónuupplýsinga hjá Humble Software getur þú haft samband við okkur með tölvupósti á humble@humble.is.

Breytingar

Þú hefur aðgang að gildandi persónuverndarstefnu Humble í smáforritinu og www.humble.is. Humble Software hefur heimild til að breyta ákvæðum persónuverndarstefnunnar einhliða. Komi til breytinga á stefnunni sem eru þér til óhagræðis munu þær verða kynntar með minnst 30 daga fyrirvara með skilaboðum í gegnum appið, SMS tilkynningu eða tölvupósti á skráð netfang. Aðrar breytingar, sem eru til hagræðis fyrir notanda, má tilkynna með skemmri fyrirvara. Þú samþykkir framangreindar aðferðir við upplýsingagjöf til þín. Í tilkynningu um breytta persónuverndarstefnu skal vakin athygli á því í hverju breytingar eru fólgnar og réttar þíns til að segja upp þjónustunni. Við lítum svo á að þú hafir samþykkt breytingar ef þú notar Humble Software eftir að ný persónuverndarstefna hafi tekið gildi. Humble Software áskilur sér rétt að hafa samskipti við þig og aðra notendur í gegnum SMS skilaboð, með skilaboðum í gegnum appið eða tölvupósti á skráð netfang. Humble Software mun eingöngu senda upplýsingar til notenda er varða þjónustu fyrirtækisins en ekki áreiti frá þriðja aðila.

Öll mál, sem rísa kunna af notkun Humble Software skulu, nema á annan veg sé samið, fara eftir íslenskum lögum. Rísi mál vegna brota á skilmálum þessum eða ágreinings um túlkun þeirra má reka það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Gildistími

Þessi persónuverndarstefna er gefin út af Humble Software og gildir frá og með 1. febrúar 2023 og til þess tíma er ný persónuverndarstefna tekur gildi.

bottom of page